Innlent

Falsaði skuldabréf í fangelsi

Hæstiréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni fyrir skjalafals. Hann falsaði þrjú bréfanna frá rótum og seldi en hin afhenti hann fyrrverandi sambýliskonu sinni til notkunar í viðskiptum en hann mátti vita að þau bréf væru fölsuð. Fölsunin átti sér stað inni á Litla-Hrauni en hann situr inni fyrir morð. Bréfin falsaði hann með nafni þess sem hann myrti. Sjálfur segist Þórhallur hafa afhent fyrrverandi sambýliskonu sinni bréfin til athuga hvort hann gæti gert kröfu í dánarbúið. Hæstiréttur taldi háttsemi Þórhalls svívirðilega og var það talið honum til refsiþyngingar. Samtals voru skuldabréfin að andvirði rúmlega fjögurra milljón króna. Þar af voru þrjú bréf með fölsuðu nafni og áritunum mannsins sem hann réð bana og móður fórnarlambsins, sem lést skömmu á undan syni sínum. Þetta er níundi refsidómur Þórhalls og sá sjötti fyrir skjalafals.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×