Fór ekki niður af svölum hússins 9. desember 2004 00:01 Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira