Áfram stúlkur! 9. desember 2004 00:01 Margir ánægjulegir hlutir koma fram um íslenskt menntakerfi í nýbirtri Pisa-rannsókn á frammistöðu 15 ára ungmenna í 41 landi í stærðfræði, lestri og náttúrufræði. Þegar niðurstöður svokallaðrar Timms-rannsóknar 1995 voru birtar urðu miklar umræður um kennslu í grunnskólum vegna þess að íslensk ungmenni komu mjög illa út úr þeirri könnun. Lentu þau í 32. sæti af 41. Það var einkum stærðfræðikunnátta íslenskra ungmenna sem rætt var um þá. Þetta er önnur Pisa-könnunin sem nú er birt, en sú fyrri var gerð árið 2000 og þá var lögð áhersla á að kanna lestrarkunnáttu 15 ára nemenda. Að þessu sinni var áherslan á stærðfræði og náði könnunin til 3.900 íslenskra nemenda í 10. bekk. Í könnuninni nú reyndust íslensku nemendurnir vera við meðallag OECD-ríkjanna í lestri og náttúrufræði, en yfir meðallagi í stærðfræði. Ísland varð í 10.-14.sæti í stærðfræði innan OECD-ríkjanna og með aðeins betri árangur en nágrannalöndin Svíþjóð og Danmörk og við reyndumst vera verulega betur sett en Norðmenn. Finnar trónuðu hins vegar á toppnum miðað við allar þjóðirnar sem tóku þát i rannsókninni og þar voru líka Hong Kong, Kórea og Holland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Finnar sýna góðan árangur í könnunum sem þessum. Þar er kennaramenntun í hávegum höfð, og gætum við eflaust lært eitthvað af þeim á þeim sviðum. Eitt af því athyglisverða sem kom fram í rannsókninni hvað varðar Ísland er að engin eða mjög lítil tengsl virðast vera á milli menntunar og fjárhags foreldra og árangurs nemenda í námi. Þá reyndist vera tiltölulega lítill munur á milli skóla hér á landi, þannig að nemendur hér virðast fá svipaða kennslu hvar sem er á landinu. Stórir skólar í þéttbýli virðast ekki standa litlum skólum í dreifbýli framar. Í rannsókninni kom hins vegar fram að á Íslandi er sjáanlegur og reyndar einstæður munur á árangri stúlkna og drengja í stærðfræði. Íslenskar stúlkur eru mun betri í stærðfræði en piltarnir, og er þá miðað við 15 ára aldur. Íslenskar stúlkur eru í áttunda sæti varðandi stærðfræðikunnáttu í könnuninni í heild, en piltarnir hér eru í 20. sæti. Það eru piltar í dreifbýli sem hafa dregist aftur úr. Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða hér varðandi konur og raungreinar. Nú er reyndar svo komið að þriðjungur þeirra sem stunda nám í verkfræði við Háskóla Íslands er konur og hefur hlutfall þeirra hækkað stöðugt á undanförnum árum. Ef skoðaður er námsárangur kvenna og karla í verkfræði kemur í ljós að konurnar standa sig betur en karlarnir. Árangur íslenskra stúlkna í stærðfræði í nýbirtri Pisa-könnun bendir þá til þess að hlutur kvenna í raungreinum eigi enn eftir að aukast, og er það ánægjuefni. Það þarf þó enn að hvetja stúlkurnar í þessum efnum, því svo virðist sem sjálfsímynd þeirra sé ekki eins sterk og drengja í grunnskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Margir ánægjulegir hlutir koma fram um íslenskt menntakerfi í nýbirtri Pisa-rannsókn á frammistöðu 15 ára ungmenna í 41 landi í stærðfræði, lestri og náttúrufræði. Þegar niðurstöður svokallaðrar Timms-rannsóknar 1995 voru birtar urðu miklar umræður um kennslu í grunnskólum vegna þess að íslensk ungmenni komu mjög illa út úr þeirri könnun. Lentu þau í 32. sæti af 41. Það var einkum stærðfræðikunnátta íslenskra ungmenna sem rætt var um þá. Þetta er önnur Pisa-könnunin sem nú er birt, en sú fyrri var gerð árið 2000 og þá var lögð áhersla á að kanna lestrarkunnáttu 15 ára nemenda. Að þessu sinni var áherslan á stærðfræði og náði könnunin til 3.900 íslenskra nemenda í 10. bekk. Í könnuninni nú reyndust íslensku nemendurnir vera við meðallag OECD-ríkjanna í lestri og náttúrufræði, en yfir meðallagi í stærðfræði. Ísland varð í 10.-14.sæti í stærðfræði innan OECD-ríkjanna og með aðeins betri árangur en nágrannalöndin Svíþjóð og Danmörk og við reyndumst vera verulega betur sett en Norðmenn. Finnar trónuðu hins vegar á toppnum miðað við allar þjóðirnar sem tóku þát i rannsókninni og þar voru líka Hong Kong, Kórea og Holland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Finnar sýna góðan árangur í könnunum sem þessum. Þar er kennaramenntun í hávegum höfð, og gætum við eflaust lært eitthvað af þeim á þeim sviðum. Eitt af því athyglisverða sem kom fram í rannsókninni hvað varðar Ísland er að engin eða mjög lítil tengsl virðast vera á milli menntunar og fjárhags foreldra og árangurs nemenda í námi. Þá reyndist vera tiltölulega lítill munur á milli skóla hér á landi, þannig að nemendur hér virðast fá svipaða kennslu hvar sem er á landinu. Stórir skólar í þéttbýli virðast ekki standa litlum skólum í dreifbýli framar. Í rannsókninni kom hins vegar fram að á Íslandi er sjáanlegur og reyndar einstæður munur á árangri stúlkna og drengja í stærðfræði. Íslenskar stúlkur eru mun betri í stærðfræði en piltarnir, og er þá miðað við 15 ára aldur. Íslenskar stúlkur eru í áttunda sæti varðandi stærðfræðikunnáttu í könnuninni í heild, en piltarnir hér eru í 20. sæti. Það eru piltar í dreifbýli sem hafa dregist aftur úr. Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða hér varðandi konur og raungreinar. Nú er reyndar svo komið að þriðjungur þeirra sem stunda nám í verkfræði við Háskóla Íslands er konur og hefur hlutfall þeirra hækkað stöðugt á undanförnum árum. Ef skoðaður er námsárangur kvenna og karla í verkfræði kemur í ljós að konurnar standa sig betur en karlarnir. Árangur íslenskra stúlkna í stærðfræði í nýbirtri Pisa-könnun bendir þá til þess að hlutur kvenna í raungreinum eigi enn eftir að aukast, og er það ánægjuefni. Það þarf þó enn að hvetja stúlkurnar í þessum efnum, því svo virðist sem sjálfsímynd þeirra sé ekki eins sterk og drengja í grunnskólum.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun