Innlent

Borgin kærð fyrir jafnréttisbrot

Reykjavíkurborg verður kærð til kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarráðs fyrir skömmu að ráða Svanhildi Konráðsdóttur, fyrrverandi forstöðumann höfuðborgarstofu. Tíu af þrettán framkvæmdastjórum borgarinnar eru konur. Það er karlmaður sem kærir og Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur segir að hann byggi kæruna á því að hann sé hið minnsta jafnhæfur til starfans. Til dæmis hafi hann augljóslega meiri menntun en Svanhildur. Auk þess hafi maðurinn ekki verið kallaður í viðtal hjá borgarstjóra áður en ráðið var í stöðuna. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, vildi lítið tjá sig um málið þar sem kæran hefur ekki verið lögð fram. Hún segist ekki hafa skoðað allar umsóknir sem bárust en að hún hafi farið yfir rökstuðning með ráðningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×