Ráðherra sakaður um ósannindi 7. desember 2004 00:01 Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira