Litlar vangaveltur um breytingar 7. desember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira