Stafar krafti á heimilið 6. desember 2004 00:01 Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember. Hús og heimili Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember.
Hús og heimili Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp