Innlent

Stóð á slysagildru

Byggingafyrirtæki var gert að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar þrjár milljónir króna í bætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn slasaðist er hann fell niður þrjár hæðir eða 5,4 metra þar sem hann var við málningarvinnu í nýbyggingu. Maðurinn féll þegar plata sem hann stóð á gaf sig. Segir í dómnum að vinnuaðstaðan hafi verið óforsvaranleg með ýmsum hætti og platan sem maðurinn stóð á hafi verið hrein slysagildra. Við fallið herðablaðs- og rifbeinsbrotnaði maðurinn auk þess sem hann tognaði baki og á úlnlið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×