R-listinn hækkar gjöld á borgarbúa 3. desember 2004 00:01 R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira