Flugvöllurinn 3. desember 2004 00:01 Enn og aftur hefur nokkuð verið rætt um um framtíð Reykjavíkurflugvallar og nú í tengslum við varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Málið kom til umræðu á Alþingi í vikunni og sagði Mörður Árnason þá að nýjar aðstæður hefðu skapast og réttast væri að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Inn í þessar umræður kemur svo svokölluð flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem er til háborinnar skammar, eins og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að ekki þurfi bara nýja flugstöð við Reykjavíkurflugvöll, heldur þurfi að athuga miklu betur samgöngumiðstöð í Reykjavík fyrir flug og rútur. Vísir að samgöngumiðstöð er þegar fyrir hendi þar sem Umferðarmiðstöðin í Vatnsmýrinni er, en það þarf að tengja hana betur fluginu. Þessi mál komast aldrei í viðunandi horf fyrr en reist verður ný miðstöð, og hafa menn þá nefnt svæðið austan við Reykjavíkurflugvöll í námunda við Nauthólsvík. Samkvæmt núverandi skipulagi verður Reykjavíkurflugvöllur á sínum stað fram til ársins 2016. Framtíð hans var ákveðin í atkvæðagreiðslu árið 2002. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að sér fyndist rétt að skoða málið nú upp á nýtt í ljósi þess að svo geti farið að Íslendingar taki á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að innanlandsfluginu sé best fyrir komið í Reykjavík, en þurfi Íslendingar að taka á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar þurfi hugsanlega að stokka spilin upp á nýtt. Frá því greidd voru atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar fyrir tveimur árum er búið að tvöfalda Reykjanesbraut að hluta og menn sjá fyrir endann á því verkefni. Þeir sem eiga leið um brautina nú finna greinilega mikinn mun. Umferðin gengur nú mun greiðar á kaflanum sem hefur verið tvöfaldaður og umferðaröryggið hefur aukist að mun. Bættar samgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins hafa áreiðanlega sitt að segja varðandi afstöðu fólks til framtíðar Reykjavíkurflugvallar. Það voru aðeins Reykvíkingar sem greiddu atkvæði um framtíð flugvallarins, en fólkið á landsbygðinni sem notar hann mest fékk ekki að láta álit sitt í ljós. Þetta var svolítið öfugsnúið að margra mati. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að góðar og greiðar samgöngur séu við höfuðborg landsins og að sem minnstur tími fari í ferðir til og frá flugvelli þegar farið er til Reykjavíkur. Milkar endurbætur hafa verið gerðar á Reykjavíkurflugvelli á undanförnum misserum, en nú vantar sárlega að bæta hina svokölluðu flugstöð eða reisa nýja. Það hlýtur að vera hægt að haga málum þannig að ný samgöngumiðstöð verði reist í Reykjavík, burtséð frá því hvort innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkurflugvallar. Hér verður að vera einhvers konar miðstöð samgangna hvort sem menn koma til höfuðborgarinnar í lofti eða á láði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun
Enn og aftur hefur nokkuð verið rætt um um framtíð Reykjavíkurflugvallar og nú í tengslum við varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Málið kom til umræðu á Alþingi í vikunni og sagði Mörður Árnason þá að nýjar aðstæður hefðu skapast og réttast væri að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Inn í þessar umræður kemur svo svokölluð flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem er til háborinnar skammar, eins og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að ekki þurfi bara nýja flugstöð við Reykjavíkurflugvöll, heldur þurfi að athuga miklu betur samgöngumiðstöð í Reykjavík fyrir flug og rútur. Vísir að samgöngumiðstöð er þegar fyrir hendi þar sem Umferðarmiðstöðin í Vatnsmýrinni er, en það þarf að tengja hana betur fluginu. Þessi mál komast aldrei í viðunandi horf fyrr en reist verður ný miðstöð, og hafa menn þá nefnt svæðið austan við Reykjavíkurflugvöll í námunda við Nauthólsvík. Samkvæmt núverandi skipulagi verður Reykjavíkurflugvöllur á sínum stað fram til ársins 2016. Framtíð hans var ákveðin í atkvæðagreiðslu árið 2002. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að sér fyndist rétt að skoða málið nú upp á nýtt í ljósi þess að svo geti farið að Íslendingar taki á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að innanlandsfluginu sé best fyrir komið í Reykjavík, en þurfi Íslendingar að taka á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar þurfi hugsanlega að stokka spilin upp á nýtt. Frá því greidd voru atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar fyrir tveimur árum er búið að tvöfalda Reykjanesbraut að hluta og menn sjá fyrir endann á því verkefni. Þeir sem eiga leið um brautina nú finna greinilega mikinn mun. Umferðin gengur nú mun greiðar á kaflanum sem hefur verið tvöfaldaður og umferðaröryggið hefur aukist að mun. Bættar samgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins hafa áreiðanlega sitt að segja varðandi afstöðu fólks til framtíðar Reykjavíkurflugvallar. Það voru aðeins Reykvíkingar sem greiddu atkvæði um framtíð flugvallarins, en fólkið á landsbygðinni sem notar hann mest fékk ekki að láta álit sitt í ljós. Þetta var svolítið öfugsnúið að margra mati. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að góðar og greiðar samgöngur séu við höfuðborg landsins og að sem minnstur tími fari í ferðir til og frá flugvelli þegar farið er til Reykjavíkur. Milkar endurbætur hafa verið gerðar á Reykjavíkurflugvelli á undanförnum misserum, en nú vantar sárlega að bæta hina svokölluðu flugstöð eða reisa nýja. Það hlýtur að vera hægt að haga málum þannig að ný samgöngumiðstöð verði reist í Reykjavík, burtséð frá því hvort innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkurflugvallar. Hér verður að vera einhvers konar miðstöð samgangna hvort sem menn koma til höfuðborgarinnar í lofti eða á láði.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun