Gruna miltisbrand í álagablettum 2. desember 2004 00:01 Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira