Landspítali sakaður um lögbrot 2. desember 2004 00:01 Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira