Gaman að vera miðsvæðis 1. desember 2004 00:01 "Þetta er yndislegt svæði og það er gaman að vera miðsvæðis," segir Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona en hún og fjölskylda hennar fluttu í fallega íbúð í Kjartansgötunni í sumar. "Við erum enn að koma okkur fyrir og ætlum að njóta þess hvað húsið hefur upp á marga möguleika að bjóða. Uppáhaldsstaðirnir mínir í húsinu eru tveir, hér uppi í sjónvarpsholinu og við snyrtiborðið í svefnherberginu." Í sjónvarpsholinu situr Hulda Björk gjarnan í þægilegum sófa og les bækur. Hún er nýbúin að kaupa sér The Inner Voice eftir Rene Fleming og nýtur þess að sitja og lesa þegar börnin eru komin í háttinn. Snyrtiborðið keypti hún hins vegar í London er hún var að læra söng í Royal Akademi of Music. "Ég leigði íbúð með engum húsgögnum og varð því að kaupa mér borð til að læra við. Borðið fékk ég á markaði fyrir þrjú þúsund krónur og það kom ekkert annað til greina en að flytja það með heim." Hulda situr þó ekki alltaf og farðar sig er hún dvelur við snyrtiborðið því útsýnið þaðan út á Miklatún er frábært. "Hér er fjölbreytt mannlíf og ég reyni að láta mér ekki nægja að horfa heldur fer ég líka út með strákinn," segir Hulda sem á 3 ára son og 16 ára dóttur. Lestu ítarlegt viðtal við Huldu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta er yndislegt svæði og það er gaman að vera miðsvæðis," segir Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona en hún og fjölskylda hennar fluttu í fallega íbúð í Kjartansgötunni í sumar. "Við erum enn að koma okkur fyrir og ætlum að njóta þess hvað húsið hefur upp á marga möguleika að bjóða. Uppáhaldsstaðirnir mínir í húsinu eru tveir, hér uppi í sjónvarpsholinu og við snyrtiborðið í svefnherberginu." Í sjónvarpsholinu situr Hulda Björk gjarnan í þægilegum sófa og les bækur. Hún er nýbúin að kaupa sér The Inner Voice eftir Rene Fleming og nýtur þess að sitja og lesa þegar börnin eru komin í háttinn. Snyrtiborðið keypti hún hins vegar í London er hún var að læra söng í Royal Akademi of Music. "Ég leigði íbúð með engum húsgögnum og varð því að kaupa mér borð til að læra við. Borðið fékk ég á markaði fyrir þrjú þúsund krónur og það kom ekkert annað til greina en að flytja það með heim." Hulda situr þó ekki alltaf og farðar sig er hún dvelur við snyrtiborðið því útsýnið þaðan út á Miklatún er frábært. "Hér er fjölbreytt mannlíf og ég reyni að láta mér ekki nægja að horfa heldur fer ég líka út með strákinn," segir Hulda sem á 3 ára son og 16 ára dóttur. Lestu ítarlegt viðtal við Huldu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira