Starfa fyrir breskt fyrirtæki 30. nóvember 2004 00:01 Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira