Ríkisvaldið neitar að borga 29. nóvember 2004 00:01 Ríkisvaldið stendur í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðjum grínfarsa og neitar að borga. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag í umræðum um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórn og Alþingi hafa á liðnum árum ítrekað breytt lögum sem rýri fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna. Hann tíndi til nokkur dæmi og sagði svo að ríkisvaldið standi í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðju leikriti eftir Dario Fo og argi bara: „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra vísaði þessum orðum Össurar á bug. Hann sagði stuðninginn og viðbótarframlög hlaupa á milljörðum króna, rakti þau ítarlega og sagði síðan að ekki sé hægt að stökkva til þess að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna á nokkurra ára fresti og bæta við milljörðum króna í hvert sinn. Ríki og sveitarfélög verði að hafa reglulegt samráð í gagnsæjum farvegi. Yngsti þingmaður Framsóknar, Birkir Jón Jónsson, varði félagsmálaráðherra og sagði vilja til að gera betur. Hann setti þó fram þá viðvörun að aldrei muni ríkja fullt traust á milli ríkis og sveitarfélaga á meðan sveitarfélögin hafi ekki aðkomu að lagafrumvörpum sem varði fjárhagsleg samskipti þeirra við ríkið. Össur gaf lítið fyrir málflutning ráðherrans og sagði þetta vera gamalkunnugt plástrabox. Verðmæti plástranna væri 600 milljónir sem ekki er nóg að sögn Össurar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkisvaldið stendur í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðjum grínfarsa og neitar að borga. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag í umræðum um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórn og Alþingi hafa á liðnum árum ítrekað breytt lögum sem rýri fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna. Hann tíndi til nokkur dæmi og sagði svo að ríkisvaldið standi í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðju leikriti eftir Dario Fo og argi bara: „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra vísaði þessum orðum Össurar á bug. Hann sagði stuðninginn og viðbótarframlög hlaupa á milljörðum króna, rakti þau ítarlega og sagði síðan að ekki sé hægt að stökkva til þess að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna á nokkurra ára fresti og bæta við milljörðum króna í hvert sinn. Ríki og sveitarfélög verði að hafa reglulegt samráð í gagnsæjum farvegi. Yngsti þingmaður Framsóknar, Birkir Jón Jónsson, varði félagsmálaráðherra og sagði vilja til að gera betur. Hann setti þó fram þá viðvörun að aldrei muni ríkja fullt traust á milli ríkis og sveitarfélaga á meðan sveitarfélögin hafi ekki aðkomu að lagafrumvörpum sem varði fjárhagsleg samskipti þeirra við ríkið. Össur gaf lítið fyrir málflutning ráðherrans og sagði þetta vera gamalkunnugt plástrabox. Verðmæti plástranna væri 600 milljónir sem ekki er nóg að sögn Össurar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira