Ríkisvaldið neitar að borga 29. nóvember 2004 00:01 Ríkisvaldið stendur í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðjum grínfarsa og neitar að borga. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag í umræðum um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórn og Alþingi hafa á liðnum árum ítrekað breytt lögum sem rýri fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna. Hann tíndi til nokkur dæmi og sagði svo að ríkisvaldið standi í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðju leikriti eftir Dario Fo og argi bara: „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra vísaði þessum orðum Össurar á bug. Hann sagði stuðninginn og viðbótarframlög hlaupa á milljörðum króna, rakti þau ítarlega og sagði síðan að ekki sé hægt að stökkva til þess að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna á nokkurra ára fresti og bæta við milljörðum króna í hvert sinn. Ríki og sveitarfélög verði að hafa reglulegt samráð í gagnsæjum farvegi. Yngsti þingmaður Framsóknar, Birkir Jón Jónsson, varði félagsmálaráðherra og sagði vilja til að gera betur. Hann setti þó fram þá viðvörun að aldrei muni ríkja fullt traust á milli ríkis og sveitarfélaga á meðan sveitarfélögin hafi ekki aðkomu að lagafrumvörpum sem varði fjárhagsleg samskipti þeirra við ríkið. Össur gaf lítið fyrir málflutning ráðherrans og sagði þetta vera gamalkunnugt plástrabox. Verðmæti plástranna væri 600 milljónir sem ekki er nóg að sögn Össurar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Ríkisvaldið stendur í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðjum grínfarsa og neitar að borga. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag í umræðum um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórn og Alþingi hafa á liðnum árum ítrekað breytt lögum sem rýri fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna. Hann tíndi til nokkur dæmi og sagði svo að ríkisvaldið standi í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðju leikriti eftir Dario Fo og argi bara: „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra vísaði þessum orðum Össurar á bug. Hann sagði stuðninginn og viðbótarframlög hlaupa á milljörðum króna, rakti þau ítarlega og sagði síðan að ekki sé hægt að stökkva til þess að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna á nokkurra ára fresti og bæta við milljörðum króna í hvert sinn. Ríki og sveitarfélög verði að hafa reglulegt samráð í gagnsæjum farvegi. Yngsti þingmaður Framsóknar, Birkir Jón Jónsson, varði félagsmálaráðherra og sagði vilja til að gera betur. Hann setti þó fram þá viðvörun að aldrei muni ríkja fullt traust á milli ríkis og sveitarfélaga á meðan sveitarfélögin hafi ekki aðkomu að lagafrumvörpum sem varði fjárhagsleg samskipti þeirra við ríkið. Össur gaf lítið fyrir málflutning ráðherrans og sagði þetta vera gamalkunnugt plástrabox. Verðmæti plástranna væri 600 milljónir sem ekki er nóg að sögn Össurar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira