Vill leggja hegningarhúsið niður 29. nóvember 2004 00:01 Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira
Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira