Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra 27. nóvember 2004 00:01 Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf. Innlent Tækni Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf.
Innlent Tækni Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira