Níu ára stúlku rænt í Kópavogi 25. nóvember 2004 00:01 Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvallavegi sem tók hana upp í bílinn og hafði hann samband við lögreglu og foreldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær. Maðurinn var á rauðum fólksbíl með skotti. Hann er talinn vera um tvítugt, nánast sköllóttur, með gleraugu með svartri umgjörð og skegghýjung undir neðri vör. Við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lögreglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir stúlkuna hafa verið kalda og hrakta en hún hafi borið sig vel. Friðrik segir brottnám stúlkunnar vera einangrað tilvik og að ekki hafi verið tilkynnt um neitt þessu líkt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. "Þó að tilvikið sé einangrað er full ástæða til að segja foreldrum að brýna fyrir börnum sínum að vera á varðbergi og fara ekki upp í bíl með ókunnugum," segir Friðrik. Lögreglunni hafa borist nokkrar ábendingar og eru þær kannaðar. Lögreglan í Kópavogi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 560-3041. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvallavegi sem tók hana upp í bílinn og hafði hann samband við lögreglu og foreldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær. Maðurinn var á rauðum fólksbíl með skotti. Hann er talinn vera um tvítugt, nánast sköllóttur, með gleraugu með svartri umgjörð og skegghýjung undir neðri vör. Við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lögreglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir stúlkuna hafa verið kalda og hrakta en hún hafi borið sig vel. Friðrik segir brottnám stúlkunnar vera einangrað tilvik og að ekki hafi verið tilkynnt um neitt þessu líkt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. "Þó að tilvikið sé einangrað er full ástæða til að segja foreldrum að brýna fyrir börnum sínum að vera á varðbergi og fara ekki upp í bíl með ókunnugum," segir Friðrik. Lögreglunni hafa borist nokkrar ábendingar og eru þær kannaðar. Lögreglan í Kópavogi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 560-3041.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira