Tældi 9 ára telpu upp í bíl sinn 25. nóvember 2004 00:01 Lögreglan telur sig hafa greinargóða lýsingu á ungum karlmanni sem í gær lokkaði 9 ára telpu upp í bifreið sína í Kópavogi og ók með hana upp að Skálafelli. Hann laug að telpunni að móðir hennar hefði slasast alvarlega í umferðarslysi. Maðurinn tældi stúlkuna upp í bíl sinn við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku klukkan u.þ.b. 15.45 í gær. Hann kynnti sig sem lögreglumann og tjáði henni að móðir hennar væri illa haldin á sjúkrahúsi eftir slys og þangað ætti hann að fara með stúlkuna. Hann ók svo með hana upp á Mosfellsheiði í átt að Skálafelli þar sem hann skildi hana eftir. Um tveimur klukkustundum síðar, eða um klukkan hálfsex, ók maður á jeppa fram á telpuna við afleggjarann að skíðasvæðinu í Skálafelli. Hún var þá orðin blaut og köld. Eftir að stúlkunni var komið til byggða var hún færð til skoðunar á sjúkrahúsi. Friðrik Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi unnið henni líkamlegt mein, hver svo sem ásetningur hans hafi upphaflega verið. Hann segir að stúlkan beri sig vel miðað við þá lífsreynslu sem hún varð fyrir og að hún hafi getað gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum. Hann er um tvítugt, sköllóttur eða svo til, með svört gleraugu og skekkhýjung fyrir neðan neðri vör. Það litla sem vitað er um bifreiðina er að hún er rauð með skotti, þ.e. ekki „station“. Friðrik segir að allt tiltækt lið lögreglumanna í Kópavogi vinni að rannsókn málsins. Nokkrar ábendingar hafi borist frá fólki í dag en ekkert sem leitt hafi til þess að maðurinn fyndist. Lögregla biður alla þá sem urðu varir við rauða fólksbifreið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku á bilinu 15.30-16.00 í gær, eða kynnu að hafa aðrar upplýsingar um málið, að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Lögreglan telur sig hafa greinargóða lýsingu á ungum karlmanni sem í gær lokkaði 9 ára telpu upp í bifreið sína í Kópavogi og ók með hana upp að Skálafelli. Hann laug að telpunni að móðir hennar hefði slasast alvarlega í umferðarslysi. Maðurinn tældi stúlkuna upp í bíl sinn við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku klukkan u.þ.b. 15.45 í gær. Hann kynnti sig sem lögreglumann og tjáði henni að móðir hennar væri illa haldin á sjúkrahúsi eftir slys og þangað ætti hann að fara með stúlkuna. Hann ók svo með hana upp á Mosfellsheiði í átt að Skálafelli þar sem hann skildi hana eftir. Um tveimur klukkustundum síðar, eða um klukkan hálfsex, ók maður á jeppa fram á telpuna við afleggjarann að skíðasvæðinu í Skálafelli. Hún var þá orðin blaut og köld. Eftir að stúlkunni var komið til byggða var hún færð til skoðunar á sjúkrahúsi. Friðrik Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi unnið henni líkamlegt mein, hver svo sem ásetningur hans hafi upphaflega verið. Hann segir að stúlkan beri sig vel miðað við þá lífsreynslu sem hún varð fyrir og að hún hafi getað gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum. Hann er um tvítugt, sköllóttur eða svo til, með svört gleraugu og skekkhýjung fyrir neðan neðri vör. Það litla sem vitað er um bifreiðina er að hún er rauð með skotti, þ.e. ekki „station“. Friðrik segir að allt tiltækt lið lögreglumanna í Kópavogi vinni að rannsókn málsins. Nokkrar ábendingar hafi borist frá fólki í dag en ekkert sem leitt hafi til þess að maðurinn fyndist. Lögregla biður alla þá sem urðu varir við rauða fólksbifreið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku á bilinu 15.30-16.00 í gær, eða kynnu að hafa aðrar upplýsingar um málið, að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira