Hver klukkutími eins og korter 13. október 2005 15:02 Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent