Aukið hungur kemur ekki á óvart 13. október 2005 15:02 "Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
"Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira