Menning

Hormónar og brjóstakrabbamein

Umfangsmikil norsk rannsókn sem alls 30.000 konur tóku þátt í, hefur sýnt fram á að á hverju ári fá 300 norskar konur brjóstakrabbamein sem beinlínis er hægt að rekja til hormóna sem gefnir eru vegna breytingaskeiðsins. Rannsóknin var gerð á meðal kvenna á aldrinum 45-64 ára. Hún sýndi að hættan á því að fá brjóstakrabbamein er tvisvar til þrisvar sinnum meiri fyrir konur sem nota hormóna til að minnka óþægindi sem fylgja breytingaskeiðinu en konur sem sleppa því að taka hormóna. Norska rannsóknin er í samræmi við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í öðrum löndum. Visindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að 27% þeirra sem fá brjóstakrabbamein geta rakið það til hormónagjafar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×