Líf á norðurslóðum 13. október 2005 15:02 Norðurskautsráðið kemur saman hér í Reykjavík nú í vikunni. Íslendingar hafa gegnt formennsku í því um tveggja ára skeið og taka Rússar nú við forystu í ráðinu. Formennska okkar er dæmi um meiri þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi nú á dögum, og hvernig við getum haft áhrif á alþjóðavettvangi þótt smá séum. Í formennskutíð okkar hefur verið gerð yfirgripsmikil skýrsla um mannlíf á norðurslóðum og verður hún lögð fram á fundinum. Í skýrslunni er í fyrsta skipti gerð samanburðarkönnun á lífsskilyrðum íbúa á norðurslóðum. Við fyrstu sýn á landakorti virðist þessi heimshluti að miklum hluta þakinn ís, en svo er ekki. Þau lönd sem eiga fulltrúa í Norðurskautsráðinu auk okkar eru Kanada, Danmörk (fyrir Grænland og Færeyjar), Finnland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin. Á þessu svæði búa um fjórar milljónir manna sem tala mörg tungumál og eiga margskonar uppruna. Landsvæðið sem um ræðir er um einn sjötti hluti jarðarinnar eða um 30 milljónir ferkílómetra. Heimskautalöndin búa yfir miklum náttúruauðlindum og þar er umhverfið mun hreinna en víða annarsstaðar í heiminum. Það er því eftir miklu að sækjast að viðhalda byggð á þessum svæðum og nýta það sem þau búa yfir. Í skýrslunni er fjallað um þá möguleika sem þetta svæði heimsins býr yfir, og hvað megi gera til að bæta lífskjör manna sem búa þar. Rætt er um að nýta nútímatækni til að bæta lífskjörin, jafnframt því sem sérstaða mannlífsins á þessum slóðum verði varðveitt. Í skýrslunni er ekki horft fram hjá því að víða í þessum heimshluta er við erfið félagsleg vandamál að glíma. Vandamálin mega hinsvegar ekki verða til þess að menn gleymi góðum árangri sem náðst hefur á öðrum sviðum. Við gerð skýrslunnar komust höfundarnir að því að víða er þekkingarskortur varðandi þetta heimssvæði og það verður þá framtíðarverkefni Norðurskautsráðsins að bæta úr því. Í formála skýrslunnar segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra að í henni sé leitast við að víkka sjóndeildarhring okkar með því að varpa ljósi á félagslega, efnahagslega og menningarlega hlið lífsins á norðurslóðum. Þá segir ráðherrann að skýrslan ætti að ryðja brautina fyrir nýjar rannsóknir og auka almennan áhuga á málefnum sem varða norðurheimskautið. Það kemur í hlut Rússa að halda áfram því verki sem unnið hefur verið í formennskutíð Íslendinga og vegna þessara tímamóta hjá Norðurskautsráðinu er von á utanríkisráðherra þeirra hingað til lands í vikunni. Rússar ætla að leggja fram vinnuáætlun fyrir næstu tvö ár þar sem þeir segjast ætla að legga áherslu á þá stefnu sem Rússlandsforseti hefur markað varðandi norðurhéruð Rússlands. Þar er fjallað um félagslega og efnahagslega þróun svæðisins, varðveislu þess og átak í umhverfisvernd, auk stuðnings við frumbyggja þess. Rússar hafa oft og tíðum ekki verið taldir í fararbroddi í umhverfisvernd og í umgengni við náttúruna en þeir hafa í seinni tíð tekið sig á, ekki síst vegna hvatningar og með aðstoð norrænna nágranna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Norðurskautsráðið kemur saman hér í Reykjavík nú í vikunni. Íslendingar hafa gegnt formennsku í því um tveggja ára skeið og taka Rússar nú við forystu í ráðinu. Formennska okkar er dæmi um meiri þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi nú á dögum, og hvernig við getum haft áhrif á alþjóðavettvangi þótt smá séum. Í formennskutíð okkar hefur verið gerð yfirgripsmikil skýrsla um mannlíf á norðurslóðum og verður hún lögð fram á fundinum. Í skýrslunni er í fyrsta skipti gerð samanburðarkönnun á lífsskilyrðum íbúa á norðurslóðum. Við fyrstu sýn á landakorti virðist þessi heimshluti að miklum hluta þakinn ís, en svo er ekki. Þau lönd sem eiga fulltrúa í Norðurskautsráðinu auk okkar eru Kanada, Danmörk (fyrir Grænland og Færeyjar), Finnland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin. Á þessu svæði búa um fjórar milljónir manna sem tala mörg tungumál og eiga margskonar uppruna. Landsvæðið sem um ræðir er um einn sjötti hluti jarðarinnar eða um 30 milljónir ferkílómetra. Heimskautalöndin búa yfir miklum náttúruauðlindum og þar er umhverfið mun hreinna en víða annarsstaðar í heiminum. Það er því eftir miklu að sækjast að viðhalda byggð á þessum svæðum og nýta það sem þau búa yfir. Í skýrslunni er fjallað um þá möguleika sem þetta svæði heimsins býr yfir, og hvað megi gera til að bæta lífskjör manna sem búa þar. Rætt er um að nýta nútímatækni til að bæta lífskjörin, jafnframt því sem sérstaða mannlífsins á þessum slóðum verði varðveitt. Í skýrslunni er ekki horft fram hjá því að víða í þessum heimshluta er við erfið félagsleg vandamál að glíma. Vandamálin mega hinsvegar ekki verða til þess að menn gleymi góðum árangri sem náðst hefur á öðrum sviðum. Við gerð skýrslunnar komust höfundarnir að því að víða er þekkingarskortur varðandi þetta heimssvæði og það verður þá framtíðarverkefni Norðurskautsráðsins að bæta úr því. Í formála skýrslunnar segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra að í henni sé leitast við að víkka sjóndeildarhring okkar með því að varpa ljósi á félagslega, efnahagslega og menningarlega hlið lífsins á norðurslóðum. Þá segir ráðherrann að skýrslan ætti að ryðja brautina fyrir nýjar rannsóknir og auka almennan áhuga á málefnum sem varða norðurheimskautið. Það kemur í hlut Rússa að halda áfram því verki sem unnið hefur verið í formennskutíð Íslendinga og vegna þessara tímamóta hjá Norðurskautsráðinu er von á utanríkisráðherra þeirra hingað til lands í vikunni. Rússar ætla að leggja fram vinnuáætlun fyrir næstu tvö ár þar sem þeir segjast ætla að legga áherslu á þá stefnu sem Rússlandsforseti hefur markað varðandi norðurhéruð Rússlands. Þar er fjallað um félagslega og efnahagslega þróun svæðisins, varðveislu þess og átak í umhverfisvernd, auk stuðnings við frumbyggja þess. Rússar hafa oft og tíðum ekki verið taldir í fararbroddi í umhverfisvernd og í umgengni við náttúruna en þeir hafa í seinni tíð tekið sig á, ekki síst vegna hvatningar og með aðstoð norrænna nágranna sinna.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun