Nýtt heimili í Drápuhlíð 22. nóvember 2004 00:01 Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt. Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt.
Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira