Hvað nú, Dagur? 20. nóvember 2004 00:01 Birtist í DV 20. nóvember 2004 Ungur og efnilegur stjórnmálamaður, Dagur B. Eggertsson, er orðinn formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. Hann tekur við af nýja borgarstjóranum, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem satt að segja átti í mestu brösum með þetta starf. Þurfti sífellt að verja skrítnar ákvarðanir. Vandinn er sá að það hafa verið gefin of mörg fyrirheit sem ekki er staðið við. Það hefur ekki tekist að snúa við hroðalega vondri þróun í byggð Reykjavíkur. Til þess hefur vantað alvöru pólitíska forystu og vilja. Borgarstjórnin er of þróttlítil - málamiðlanirnar of útvatnaðar. Allt bendir því miður til þess að öfugþróunin haldi áfram, líkt og rakið verður í þessari grein. Flestir sem taka til máls um skipulag Reykjavíkur láta eins og þeir vilji efla byggðina í miðbænum og þar í grennd, draga úr bílaumferð, þétta borgina. Í raun virðist þó vera stefnt í alveg þveröfuga átt. Verkin tala. Borgin færist óðfluga norður inn með sundunum og lengra upp í hæðirnar hér í kring. Enn sem komið er hefur þétting byggðarinnar verið óveruleg. Það er eins og dropi í hafið að fylla upp í einhver smágöt í borgarmyndinni fyrir vestan Kringlumýri. Sé mönnum einhver alvara með þéttingu verður að taka Vatnsmýrina undir byggð - það er eina leiðin. Þaðan mætti hugsast að byggðin færi að ná út á Álftanes - með brú yfir Skerjafjörðinn. Þótt samþykkt hafi verið í furðulegri atkvæðagreiðslu fyrir nokkrum árum að flugvöllurinn skuli vera á bak og burt eftir tólf ár, hangir framtíð hans í lausu lofti. Enn er ekki búið að samþykkja skipulag þar sem gert er ráð fyrir hvarfi flugvallarins, þótt það sé löngu tímabært - ætti í allra síðasta lagi að vera tilbúið fyrir næstu kosningar. Umhverfisráðherra, sem þá var Siv Friðleifsdóttir, neitaði að staðfesta þann hluta aðalskipulagsins þar sem var búið að teikna brotthvarf flugvallarins. Bak við tjöldin hömuðust landsbyggðarþingmenn og ráðamenn í samgöngumálum. Það var sett einhvers konar sáttanefnd í málið - hún gat ekki komist að neinni niðurstöðu. Að endingu ræddi ráðherrann um að setja lög til að koma í veg fyrir að flugvöllurinn færi. Í staðinn eru teikn um að farið hafi í gang kapall þar sem stefnt er að því að styrkja flugvöllinn í sessi - tryggja að hann verði þarna til eilífðarnóns. Það er verið að taka smábletti kringum Vatnsmýrina og skipuleggja þá alveg úr samhengi við alla heildarhugsun - líkt og menn vilji gleyma því að hugmyndin var að setja svæðið í alþjóðlega skipulagssamkeppni. Upp við Valsvöll er verið að setja saman hverfi sem minnir á borgir í Austur-Þýskalandi. Það eru flóknir peningahagsmunir sem ráða því að nýtingin á svæðinu er svona léleg - maður spyr líka um möguleika verktaka til að þrýsta á ráðamenn í borginni? Þetta gengur þvert á öll yfirlýst markmið um skipulag þessa borgarhluta. Ekki hefur tekist að færa almennileg rök fyrir því að leggja nýja fjölakgreina Hringbraut. Málið hefur verið knúið í gegn með miklum valdhroka, í trássi við skynsamleg andmæli - ekki síst vegna þess að ríkið var loks tilbúið að borga. Báðar þessar framkvæmdir eru í þeim anda að að maður hlýtur að ætla að flugvöllurinn sé ekki á leiðinni burt - og að borgarstjórnin viti það fullvel. Á sama tíma gefur borgin ríkinu stórt land undir spítalahverfi í grennd við gamla Landspítalann. Þetta hefur ekki farið sérlega hátt, en gjöfina má meta á marga milljarða. Kannski hátt í fimm. Engin greiðsla kemur fyrir - sem hlýtur að teljast skrítið í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru vön að þrátta um hverja krónu sem ber í milli. Á móti bendir allt til þess að ríkisvaldið sé loks tilbúið að leggja fé í framkvæmdir við Sundabraut. Þar verður farið að vilja samgönguráðherra, farinn innri leiðin svokallaða, inn fyrir Sundahöfn. Sundabrautin er forsenda þess að byggðin geti haldið áfram að færast í norður. Meðan smávægilega hefur verið fyllt upp í borgarmyndina vestan Elliðaáa, hafa heilu hverfin verið að rísa í Grafarvogi, Grafarholti og Norðlingaholti. Næst er Úlfarsfell, Geldinganes, Blikastaðaland og Gufunes. Fyrir eru á svæðinu 40 þúsund manns - Mosfellsbær og Árbær þá taldir með. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að önnur 40 þúsund geti bæst við á næstu áratugum. Samanlagt 80 þúsund. Þannig erum við að horfa á byggðir með tugþúsundum manna norður með ströndinni - á sama tíma og íbúum í gamla bænum fjölgar kannski örlítið. Hápunkturinn í þessari þróun yrði líklega bygging verslunarkringlu í grennd við Korpúlfsstaði. Þar yrði til vísir að nýjum miðbæ fyrir allan þennan fjölda - sem yrði enn til að draga lífið úr gamla miðbænum. Engin ástæða er til að ætla að verslunarmiðstöðin verði minni í sniðum en Smáralind. Í þessari framtíðarsýn - sem er fullkomlega raunsæ - er ekkert sem bendir til þess að flugvöllurinn fari. Hann er þvert á móti styrktur í sessi. Það er svosem ósköp vinalegt að sjá flugvélarnar taka á loft og lenda í vetrarhúminu, en afleiðingin er sú að miðbærinn verður útkjálki með alþingishúsi, dómkirkju, spítala, flugstöð og drukknu fólki um helgar. Sumardvalarstaður fyrir túrista. Íbúarnir sjálfir verða mestanpart annars staðar. Á meðan eykst bílaumferðin um borgina, þvert ofan í markmiðin sem voru sett í svokallaðri Staðardagskrá 21. Henni var mikið flaggað af sveitarstjórnarmönnum um tíma - átti að vera eins konar stefnuskrá fyrir umhverfisvæna og vel skipulagða borg. Þar voru fögur fyrirheit um minni akstur og bætta nýtingu lands. Veruleikinn verður líklega þveröfugur. Bílaumferðin eykst, byggðin verður áfram strjál og miklu landi er sólundað. Innan tíðar gætum við átt á hættu að almennilegt byggingaland verði uppurið á svæðinu - það er nefnilega ekki ótakmarkað líkt og margir virðast halda. Vegna vinds er Kjalarnesið nánast óbyggilegt. Það vorar seint upp í Heiðmörk. Nú þegar er Reykjavík farin að líkjast verstu bílaborgunum í Ameríku - enginn kemst leiðar sinnar nema akandi. Það er ekki einu sinni haft fyrir því að leggja gangstéttir. Gangandi fólk er einhvers konar frík. Það er himinn og haf milli orða og efnda í skipulagi Reykjavíkur. Borgarstjórnin kemst aldrei hraðar en sá tregasti í samstarfinu leyfir og því er látið reka á reiðanum í svo mikilvægum málum. Þrýstingur frá flokksforingjum og landsbyggðarpólitíkusum er vísast mikill. Meirihluti og minnihluti eru nokkurn veginn á sama róli - maður sér eiginlega engan mun. Það er spurning hvort borgin þolir yfirleitt annað tímabil af þessu. Verður þá ekki orðið um seinan að snúa þróuninni við? Maður hlýtur að binda ákveðnar vonir við Dag - og líka Steinunni Valdísi þótt henni hafi ekki farnast vel sem formaður skipulagsnefndarinnar. Þau eru ungt fólk sem hafa vonandi nútímalega sýn á framtíðina. Vont er hins vegar þegar menn eru að pukrast með með málin, segja eitt og gera svo allt annað. Þá er stutt í að maður fari að hrópa: Svik! Svik! Skárra er að nefna hlutina sínum réttu nöfnum, tapa sér ekki í pólitískum hrossakaupum. Hafi verið gert einhvers konar samkomulag um byggðaþróunina í Reykjavík milli borgarinnar og ríkisins á að segja frá því. Það var samþykkt á sínum tíma að flugvöllurinn færi - sé önnur staða komin upp á að greina skilmerkilega frá því. Játa hreinskilnislega að það hafi orðið stefnubreyting. Eða er kannski engin stefna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Birtist í DV 20. nóvember 2004 Ungur og efnilegur stjórnmálamaður, Dagur B. Eggertsson, er orðinn formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. Hann tekur við af nýja borgarstjóranum, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem satt að segja átti í mestu brösum með þetta starf. Þurfti sífellt að verja skrítnar ákvarðanir. Vandinn er sá að það hafa verið gefin of mörg fyrirheit sem ekki er staðið við. Það hefur ekki tekist að snúa við hroðalega vondri þróun í byggð Reykjavíkur. Til þess hefur vantað alvöru pólitíska forystu og vilja. Borgarstjórnin er of þróttlítil - málamiðlanirnar of útvatnaðar. Allt bendir því miður til þess að öfugþróunin haldi áfram, líkt og rakið verður í þessari grein. Flestir sem taka til máls um skipulag Reykjavíkur láta eins og þeir vilji efla byggðina í miðbænum og þar í grennd, draga úr bílaumferð, þétta borgina. Í raun virðist þó vera stefnt í alveg þveröfuga átt. Verkin tala. Borgin færist óðfluga norður inn með sundunum og lengra upp í hæðirnar hér í kring. Enn sem komið er hefur þétting byggðarinnar verið óveruleg. Það er eins og dropi í hafið að fylla upp í einhver smágöt í borgarmyndinni fyrir vestan Kringlumýri. Sé mönnum einhver alvara með þéttingu verður að taka Vatnsmýrina undir byggð - það er eina leiðin. Þaðan mætti hugsast að byggðin færi að ná út á Álftanes - með brú yfir Skerjafjörðinn. Þótt samþykkt hafi verið í furðulegri atkvæðagreiðslu fyrir nokkrum árum að flugvöllurinn skuli vera á bak og burt eftir tólf ár, hangir framtíð hans í lausu lofti. Enn er ekki búið að samþykkja skipulag þar sem gert er ráð fyrir hvarfi flugvallarins, þótt það sé löngu tímabært - ætti í allra síðasta lagi að vera tilbúið fyrir næstu kosningar. Umhverfisráðherra, sem þá var Siv Friðleifsdóttir, neitaði að staðfesta þann hluta aðalskipulagsins þar sem var búið að teikna brotthvarf flugvallarins. Bak við tjöldin hömuðust landsbyggðarþingmenn og ráðamenn í samgöngumálum. Það var sett einhvers konar sáttanefnd í málið - hún gat ekki komist að neinni niðurstöðu. Að endingu ræddi ráðherrann um að setja lög til að koma í veg fyrir að flugvöllurinn færi. Í staðinn eru teikn um að farið hafi í gang kapall þar sem stefnt er að því að styrkja flugvöllinn í sessi - tryggja að hann verði þarna til eilífðarnóns. Það er verið að taka smábletti kringum Vatnsmýrina og skipuleggja þá alveg úr samhengi við alla heildarhugsun - líkt og menn vilji gleyma því að hugmyndin var að setja svæðið í alþjóðlega skipulagssamkeppni. Upp við Valsvöll er verið að setja saman hverfi sem minnir á borgir í Austur-Þýskalandi. Það eru flóknir peningahagsmunir sem ráða því að nýtingin á svæðinu er svona léleg - maður spyr líka um möguleika verktaka til að þrýsta á ráðamenn í borginni? Þetta gengur þvert á öll yfirlýst markmið um skipulag þessa borgarhluta. Ekki hefur tekist að færa almennileg rök fyrir því að leggja nýja fjölakgreina Hringbraut. Málið hefur verið knúið í gegn með miklum valdhroka, í trássi við skynsamleg andmæli - ekki síst vegna þess að ríkið var loks tilbúið að borga. Báðar þessar framkvæmdir eru í þeim anda að að maður hlýtur að ætla að flugvöllurinn sé ekki á leiðinni burt - og að borgarstjórnin viti það fullvel. Á sama tíma gefur borgin ríkinu stórt land undir spítalahverfi í grennd við gamla Landspítalann. Þetta hefur ekki farið sérlega hátt, en gjöfina má meta á marga milljarða. Kannski hátt í fimm. Engin greiðsla kemur fyrir - sem hlýtur að teljast skrítið í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru vön að þrátta um hverja krónu sem ber í milli. Á móti bendir allt til þess að ríkisvaldið sé loks tilbúið að leggja fé í framkvæmdir við Sundabraut. Þar verður farið að vilja samgönguráðherra, farinn innri leiðin svokallaða, inn fyrir Sundahöfn. Sundabrautin er forsenda þess að byggðin geti haldið áfram að færast í norður. Meðan smávægilega hefur verið fyllt upp í borgarmyndina vestan Elliðaáa, hafa heilu hverfin verið að rísa í Grafarvogi, Grafarholti og Norðlingaholti. Næst er Úlfarsfell, Geldinganes, Blikastaðaland og Gufunes. Fyrir eru á svæðinu 40 þúsund manns - Mosfellsbær og Árbær þá taldir með. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að önnur 40 þúsund geti bæst við á næstu áratugum. Samanlagt 80 þúsund. Þannig erum við að horfa á byggðir með tugþúsundum manna norður með ströndinni - á sama tíma og íbúum í gamla bænum fjölgar kannski örlítið. Hápunkturinn í þessari þróun yrði líklega bygging verslunarkringlu í grennd við Korpúlfsstaði. Þar yrði til vísir að nýjum miðbæ fyrir allan þennan fjölda - sem yrði enn til að draga lífið úr gamla miðbænum. Engin ástæða er til að ætla að verslunarmiðstöðin verði minni í sniðum en Smáralind. Í þessari framtíðarsýn - sem er fullkomlega raunsæ - er ekkert sem bendir til þess að flugvöllurinn fari. Hann er þvert á móti styrktur í sessi. Það er svosem ósköp vinalegt að sjá flugvélarnar taka á loft og lenda í vetrarhúminu, en afleiðingin er sú að miðbærinn verður útkjálki með alþingishúsi, dómkirkju, spítala, flugstöð og drukknu fólki um helgar. Sumardvalarstaður fyrir túrista. Íbúarnir sjálfir verða mestanpart annars staðar. Á meðan eykst bílaumferðin um borgina, þvert ofan í markmiðin sem voru sett í svokallaðri Staðardagskrá 21. Henni var mikið flaggað af sveitarstjórnarmönnum um tíma - átti að vera eins konar stefnuskrá fyrir umhverfisvæna og vel skipulagða borg. Þar voru fögur fyrirheit um minni akstur og bætta nýtingu lands. Veruleikinn verður líklega þveröfugur. Bílaumferðin eykst, byggðin verður áfram strjál og miklu landi er sólundað. Innan tíðar gætum við átt á hættu að almennilegt byggingaland verði uppurið á svæðinu - það er nefnilega ekki ótakmarkað líkt og margir virðast halda. Vegna vinds er Kjalarnesið nánast óbyggilegt. Það vorar seint upp í Heiðmörk. Nú þegar er Reykjavík farin að líkjast verstu bílaborgunum í Ameríku - enginn kemst leiðar sinnar nema akandi. Það er ekki einu sinni haft fyrir því að leggja gangstéttir. Gangandi fólk er einhvers konar frík. Það er himinn og haf milli orða og efnda í skipulagi Reykjavíkur. Borgarstjórnin kemst aldrei hraðar en sá tregasti í samstarfinu leyfir og því er látið reka á reiðanum í svo mikilvægum málum. Þrýstingur frá flokksforingjum og landsbyggðarpólitíkusum er vísast mikill. Meirihluti og minnihluti eru nokkurn veginn á sama róli - maður sér eiginlega engan mun. Það er spurning hvort borgin þolir yfirleitt annað tímabil af þessu. Verður þá ekki orðið um seinan að snúa þróuninni við? Maður hlýtur að binda ákveðnar vonir við Dag - og líka Steinunni Valdísi þótt henni hafi ekki farnast vel sem formaður skipulagsnefndarinnar. Þau eru ungt fólk sem hafa vonandi nútímalega sýn á framtíðina. Vont er hins vegar þegar menn eru að pukrast með með málin, segja eitt og gera svo allt annað. Þá er stutt í að maður fari að hrópa: Svik! Svik! Skárra er að nefna hlutina sínum réttu nöfnum, tapa sér ekki í pólitískum hrossakaupum. Hafi verið gert einhvers konar samkomulag um byggðaþróunina í Reykjavík milli borgarinnar og ríkisins á að segja frá því. Það var samþykkt á sínum tíma að flugvöllurinn færi - sé önnur staða komin upp á að greina skilmerkilega frá því. Játa hreinskilnislega að það hafi orðið stefnubreyting. Eða er kannski engin stefna?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun