Innlent

Fé brann inni í Hrútafirði

Hlaða og fjárhús við bæinn Hrútatungu í Hrútafirði brann til kaldra kola í gærkvöld. Um 100 skepnur voru í fjárhúsinu og tókst að bjarga flestum. Einhverjar munu þó hafa brunnið inni. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal voru kölluð út en húsið var alelda þegar þau mættu á staðinn á níunda tímanum. Um 20 stiga frost var í Hrútafirði í gærkvöld sem gerði slökkviliði erfitt fyrir og gerði það að verkum að sækja þurfti vatn til slökkvilstarfsins frá Búðardal. Eldsupptök eru ókunn en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var geymd í hlöðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×