Guðjón Bergmann með nýja bók 19. nóvember 2004 00:01 "Sumir líta á það sem mjög óhagnýtt að bæta sig, hvort sem er líkamlega eða tilfinningalega. Yfirleitt er fólk upptekið við að vinna, sinna börnum, heimili og áhugamálum eða horfa á sjónvarpið. Því finnst ekki hagnýtt að stefna á að bæta sig en það er eitt það hagnýtasta sem hver og einn getur gert," segir Guðjón Bergmann, jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. "Nýja bókin mín er byggð á fyrirlestrum sem ég hef haldið síðastliðin ár við góðar undirtektir jafnframt því sem ég byggi hana á eigin reynslu. Bókin er fyrir alla og af gefnu tilefni vil ég taka fram að þarna er ekki einungis á ferðinni jógabók vegna þess að allir eru að leita að þessu þrennu; hreysti, hamingju og hugarró. Eitt getur varla án hinna tveggja verið," segir Guðjón. Með bókinni vill Guðjón fyrst og fremst hvetja fólk til framkvæmda. "Til að gera breytingar er ekki nóg að lesa bara heldur er mikilvægt að tileinka sér líka hugmyndirnar sem í bókinni eru." "Ég nota tilvitnanir frá ólíkum aðilum til að styðja mál mitt. Ég vitna til dæmis í Búdda, Jesú, sálfræðinga, jógakennara, Dalai Lama og Gandhi. Bókin er tileinkuð mínum helsta kennara, Yogi Shanti Desai, og ég nota margar tilvitnanir frá honum. Aftast í bókinni er síðan yfirgripsmikill bókalisti þar sem ég skrifa stuttlega um hverja bók sem ég tel að fólk geti nýtt sér til frekari fróðleiks. Lestur á minni bók getur verið byrjun á meiri lærdómi. Ég hef sjálfur lært þannig. Lesið bækur sem aðrir höfundar hafa mælt með í sínum bókum," segir Guðjón sem vonar að persónulegur ritstíll sinn nái til fólks. "Þessi bók er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin er mjög hnitmiðuð og stutt en um leið tekur hún á fjölbreytileika lífsins. Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem er í íþróttum, viðskiptum, samskiptum eða andlegri leit. Hverju sem er," segir Guðjón og bendir á að hann líti ekki á sig sem predikara. "Ég bendi einungis á möguleikana. Það er undir hverjum og einum komið að framkvæma þær breytingar sem hann telur að muni nýtast sér í lífinu." Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Sumir líta á það sem mjög óhagnýtt að bæta sig, hvort sem er líkamlega eða tilfinningalega. Yfirleitt er fólk upptekið við að vinna, sinna börnum, heimili og áhugamálum eða horfa á sjónvarpið. Því finnst ekki hagnýtt að stefna á að bæta sig en það er eitt það hagnýtasta sem hver og einn getur gert," segir Guðjón Bergmann, jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. "Nýja bókin mín er byggð á fyrirlestrum sem ég hef haldið síðastliðin ár við góðar undirtektir jafnframt því sem ég byggi hana á eigin reynslu. Bókin er fyrir alla og af gefnu tilefni vil ég taka fram að þarna er ekki einungis á ferðinni jógabók vegna þess að allir eru að leita að þessu þrennu; hreysti, hamingju og hugarró. Eitt getur varla án hinna tveggja verið," segir Guðjón. Með bókinni vill Guðjón fyrst og fremst hvetja fólk til framkvæmda. "Til að gera breytingar er ekki nóg að lesa bara heldur er mikilvægt að tileinka sér líka hugmyndirnar sem í bókinni eru." "Ég nota tilvitnanir frá ólíkum aðilum til að styðja mál mitt. Ég vitna til dæmis í Búdda, Jesú, sálfræðinga, jógakennara, Dalai Lama og Gandhi. Bókin er tileinkuð mínum helsta kennara, Yogi Shanti Desai, og ég nota margar tilvitnanir frá honum. Aftast í bókinni er síðan yfirgripsmikill bókalisti þar sem ég skrifa stuttlega um hverja bók sem ég tel að fólk geti nýtt sér til frekari fróðleiks. Lestur á minni bók getur verið byrjun á meiri lærdómi. Ég hef sjálfur lært þannig. Lesið bækur sem aðrir höfundar hafa mælt með í sínum bókum," segir Guðjón sem vonar að persónulegur ritstíll sinn nái til fólks. "Þessi bók er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin er mjög hnitmiðuð og stutt en um leið tekur hún á fjölbreytileika lífsins. Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem er í íþróttum, viðskiptum, samskiptum eða andlegri leit. Hverju sem er," segir Guðjón og bendir á að hann líti ekki á sig sem predikara. "Ég bendi einungis á möguleikana. Það er undir hverjum og einum komið að framkvæma þær breytingar sem hann telur að muni nýtast sér í lífinu."
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira