Olíustjórnendur enn að störfum 18. nóvember 2004 00:01 Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, er eini forstjóri olíufélaganna þriggja sem hætti ekki störfum í kjölfar rannsóknar Samkeppnisstofnunar. Hann er annar tveggja eigenda félagsins. Hjá Olís starfa líka Jón Halldórsson hjá markaðssviði stórnotenda og Samúel Guðmundsson í fjárfestingum og áhættustýringu, en þeirra beggja er víða getið í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráðið. Gunnar Karl Guðmundsson, núverandi forstjóri Skeljungs, starfaði hjá félaginu meðan á samráðinu stóð. Margrét Guðmundsdóttir starfar á neytendasviði félagsins og Friðrik Þ. Stefánsson hjá fyrirtækjasviði. Bæði koma þau við sögu í niðurstöðu samkeppnisráðs. Starfsmenn Essó sem eru taldir tengjast samráðinu og starfa enn hjá Essó eru Magnús Ásgeirsson í eldsneytiskaupum og umhverfismálum og Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri neytendasviðs. Þá er í niðurstöðu samkeppnisráðs getið um aðild Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Orkunnar, að samráðinu. Orkan er nú í eigu Skeljungs. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Skeljungs, vildi ekki svara því hvort staða starfsmanna félagsins sem taldir eru tengjast verðsamráðinu sé til athugunar. Ekki náðist í stjórnarformenn Olís og Essó. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi fyrir skömmu að fyrirtæki sem tengjast verðsamráðinu verði að reyna að öðlast traust almennings á nýjan leik. Almennt tíðkist það í þróuðum samfélögum að þegar svona komi upp hreinsi menn til hjá sér til að ná því markmiði. Alþingi Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, er eini forstjóri olíufélaganna þriggja sem hætti ekki störfum í kjölfar rannsóknar Samkeppnisstofnunar. Hann er annar tveggja eigenda félagsins. Hjá Olís starfa líka Jón Halldórsson hjá markaðssviði stórnotenda og Samúel Guðmundsson í fjárfestingum og áhættustýringu, en þeirra beggja er víða getið í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráðið. Gunnar Karl Guðmundsson, núverandi forstjóri Skeljungs, starfaði hjá félaginu meðan á samráðinu stóð. Margrét Guðmundsdóttir starfar á neytendasviði félagsins og Friðrik Þ. Stefánsson hjá fyrirtækjasviði. Bæði koma þau við sögu í niðurstöðu samkeppnisráðs. Starfsmenn Essó sem eru taldir tengjast samráðinu og starfa enn hjá Essó eru Magnús Ásgeirsson í eldsneytiskaupum og umhverfismálum og Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri neytendasviðs. Þá er í niðurstöðu samkeppnisráðs getið um aðild Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Orkunnar, að samráðinu. Orkan er nú í eigu Skeljungs. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Skeljungs, vildi ekki svara því hvort staða starfsmanna félagsins sem taldir eru tengjast verðsamráðinu sé til athugunar. Ekki náðist í stjórnarformenn Olís og Essó. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi fyrir skömmu að fyrirtæki sem tengjast verðsamráðinu verði að reyna að öðlast traust almennings á nýjan leik. Almennt tíðkist það í þróuðum samfélögum að þegar svona komi upp hreinsi menn til hjá sér til að ná því markmiði.
Alþingi Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira