Innlent

Flutti inn fíkniefni í vösunum

Tæplega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann var að koma hingað til lands í maí. Maðurinn var með fíkniefnin í vösunum á yfirhöfninni sem hann klæddist. Hann var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn en þaðan hafði hann komið frá Amsterdam. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær játaði hann innflutning fíkniefnanna. Hann sagðist ekki hafa flutt efnin inn í hagnaðarskyni heldur hafi hann ætlað að borga skuld með efnunum. Hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa flutt efnin inn fyrir aðra til að greiða skuld. Hann vildi ekki gefa upp fyrir hverja hann vann en segir þá hafa ætlað að sjá um sölu fíkniefnanna. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur hann gerst brotlegur við lög áður en þau brot munu ekki varða við fíkniefnalöggjöfina né vera stórvægileg. Ekki verður þörf á vitnaleiðslum í málinu þar sem játning liggur fyrir. Sækjandi og verjandi munu reifa um refsiákvæði í byrjun desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×