Fjögur þúsund augu sjá betur 15. nóvember 2004 00:01 Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum." Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum."
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira