Var ekki höfuðpaur samráðsins 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta flugslys Suður-Kóreu, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta flugslys Suður-Kóreu, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira