Hótað fyrir að kaupa Irving-olíur 10. nóvember 2004 00:01 Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira