Hótað fyrir að kaupa Irving-olíur 10. nóvember 2004 00:01 Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira