Afsagnir í beinni útsendingu 10. nóvember 2004 00:01 Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004 Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira