Símafyrirtæki fá samkeppni 9. nóvember 2004 00:01 Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi". Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi".
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira