Bingó-Villi 8. nóvember 2004 00:01 "Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu. Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu.
Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“