Thomas situr í stjórn Símans 13. október 2005 14:56 Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sem átti stóran þátt í verðsamráði olíufélaganna samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs, situr nú í stjórn Símans og er stjórnarformaður Iceland Naturally. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði Thomas í stjórn Símans í mars á þessu ári þrátt fyrir að hann hafi vikið úr stjórninni hálfu ári fyrr vegna rannsóknar Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna og umfjöllunar í fjölmiðlum um aðild hans að málinu. Í starfi sínu tók Thomas meðal annars þátt í verðsamráði gegn Símanum. Thomas var skipaður formaður stjórnar Iceland Naturally í júní í fyrra af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Iceland Naturally er samstarfsvettvangur ríkisins og fyrirtækja við að koma íslenskri vöru og þjónustu á framfæri í Bandaríkjunum. Flugleiðir eru meðal þátttakenda í samstarfinu. Fyrirtækið var eitt af þeim fyrirtækjum sem varð fyrir barðinu á verðsamráði olíufélaganna. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að samningur um Iceland Naturally klárist um áramótin og það sé ekki búið að taka afstöðu til þess hvernig ný stjórn verði skipuð. Thomas hafi vikið úr stjórn Símans þegar málið kom upp í fyrra. Hann verði núna að taka ákvörðun um það sjálfur hvort hann sitji áfram í stjórnum á vegum hins opinbera. Ekki verði gripið til ráðstafana af hálfu ráðherrans. Bergþór segir að Thomas hafi vikið sæti í fyrra til að fyrirbyggja að það yrði órói í kringum störf hans í stjórn Símans. Aðspurður hvort sá órói sé ekki enn til staðar eftir að niðurstaða samkeppnisráðs liggur fyrir vísaði Bergþór á Thomas, hann yrði að svara því sjálfur. Hvorki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra né Thomas Möller í gær. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sem átti stóran þátt í verðsamráði olíufélaganna samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs, situr nú í stjórn Símans og er stjórnarformaður Iceland Naturally. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði Thomas í stjórn Símans í mars á þessu ári þrátt fyrir að hann hafi vikið úr stjórninni hálfu ári fyrr vegna rannsóknar Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna og umfjöllunar í fjölmiðlum um aðild hans að málinu. Í starfi sínu tók Thomas meðal annars þátt í verðsamráði gegn Símanum. Thomas var skipaður formaður stjórnar Iceland Naturally í júní í fyrra af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Iceland Naturally er samstarfsvettvangur ríkisins og fyrirtækja við að koma íslenskri vöru og þjónustu á framfæri í Bandaríkjunum. Flugleiðir eru meðal þátttakenda í samstarfinu. Fyrirtækið var eitt af þeim fyrirtækjum sem varð fyrir barðinu á verðsamráði olíufélaganna. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að samningur um Iceland Naturally klárist um áramótin og það sé ekki búið að taka afstöðu til þess hvernig ný stjórn verði skipuð. Thomas hafi vikið úr stjórn Símans þegar málið kom upp í fyrra. Hann verði núna að taka ákvörðun um það sjálfur hvort hann sitji áfram í stjórnum á vegum hins opinbera. Ekki verði gripið til ráðstafana af hálfu ráðherrans. Bergþór segir að Thomas hafi vikið sæti í fyrra til að fyrirbyggja að það yrði órói í kringum störf hans í stjórn Símans. Aðspurður hvort sá órói sé ekki enn til staðar eftir að niðurstaða samkeppnisráðs liggur fyrir vísaði Bergþór á Thomas, hann yrði að svara því sjálfur. Hvorki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra né Thomas Möller í gær.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira