Verður ekki hrakinn úr flokknum 6. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira