
Innlent
Mikið um stúta við stýri

Fimm ölvaðir ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík í nótt sem er óvenju mikið í miðri viku. Enginn var þó ofurölvi og allir sinntu stöðvunarmerkjum lögreglu. Þá var einn tekinn ölvaður í Hafnarfirði, annar í Kópavogi og sá þriðji við Kjarnaskóg á Akureyri eftir að hafa ekið þar út af.