Bandaríkjaforseti 4. nóvember 2004 00:01 Bandaríska þjóðin hefur valið sér forseta - George W. Bush - sem verður leiðtogi hennar næstu fjögur árin. Bush hefur þar með annað kjörtímabil sitt í janúar á næsta ári. Hann á mikið verk fyrir höndum við að auka tiltrú manna á Bandaríkjunum á næstu fjórum árum. Ekki síst þarf hann að sameina þjóð sína eftir kosningarnar og auka traust almennings í Evrópu og víðar í heiminum á Bandaríkjunum. Það er því ærið verkefni sem bíður nýs forseta Bandaríkjanna innanlands og utan. Kosningabaráttan hefur líklega aldrei á síðari árum verið jafn spennandi og nú. Þarf að leita allt aftur til ársins 1960 þegar Kennedy og Nixon áttust við og Kennedy hafði sigur sem kunnugt er. Eðli málsins samkvæmt ætti sitjandi forseti að hafa töluvert forskot á mótframbjóðandann, en svo var ekki að þessu sinni. Úrslitin endurspegla niðurstöður skoðanakannana, en sem betur fer virðist sigur Bush afgerandi því hann hefur á fjórðu milljón atkvæða fram yfir Kerry. Ekki er þó um yfirburðasigur varðandi fjölda kjörmanna að ræða, eins og t.d. þegar Ronald Reagan bauð sig fram í síðara skiptið. Það styrkir enn stöðu Bush á heimavelli að repúblikanar hafa aukið styrk sinn í báðum deildum þingsins, Öldungadeildinni og Fulltrúadeildinni. Þá er það ákveðið áfall fyrir demókrata að leiðtogi þeirra í Öldungadeildinni, Tom Daschle frá Suður-Dakota, tapaði sæti sínu eftir margra ára setu þar og áður í Fulltrúadeildinni. Þótt sigur Bush í kosningunum sé afgerandi og hann hafi meirihluta þeirra sem tóku þátt í kosningunum á bak við sig er ekki þar með sagt að hann hafi styrkt stöðu sína á jafn sannfærandi hátt í Evrópu og öðrum heimshlutum. Það er ekki nóg að stjórnvöld í einstökum löndum fagni endurkjöri hans, heldur verður hann líka að vera studdur af almenningi um heim allan ef honum á að farnast vel. Stríðið í Írak situr í mörgum og fólki finnst að það hafi verið dýru verði keypt að steypa Saddam Hussein af stóli. Þá er deila Ísraela og Palestínumanna enn óleyst, en það var einmitt eitt af höfuðmarkmiðum Clintons síðustu dagana í forsetastóli að leiða hana til lykta. Sigur Bush er okkur Íslendingum í hag varðandi tvíhliða samskipti landanna. Bandaríkin hafa löngum verið ein helsta vinaþjóð okkar og verða væntanlega áfram. Bush hefur þegar sett sig vel inn í sameiginleg málefni okkar, og fyrirhugaður fundur Davíðs Oddssonar og Colins Powell í Washington síðar í mánuðinum bendir til þess að lausn sé í sjónmáli varðandi varnarmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun
Bandaríska þjóðin hefur valið sér forseta - George W. Bush - sem verður leiðtogi hennar næstu fjögur árin. Bush hefur þar með annað kjörtímabil sitt í janúar á næsta ári. Hann á mikið verk fyrir höndum við að auka tiltrú manna á Bandaríkjunum á næstu fjórum árum. Ekki síst þarf hann að sameina þjóð sína eftir kosningarnar og auka traust almennings í Evrópu og víðar í heiminum á Bandaríkjunum. Það er því ærið verkefni sem bíður nýs forseta Bandaríkjanna innanlands og utan. Kosningabaráttan hefur líklega aldrei á síðari árum verið jafn spennandi og nú. Þarf að leita allt aftur til ársins 1960 þegar Kennedy og Nixon áttust við og Kennedy hafði sigur sem kunnugt er. Eðli málsins samkvæmt ætti sitjandi forseti að hafa töluvert forskot á mótframbjóðandann, en svo var ekki að þessu sinni. Úrslitin endurspegla niðurstöður skoðanakannana, en sem betur fer virðist sigur Bush afgerandi því hann hefur á fjórðu milljón atkvæða fram yfir Kerry. Ekki er þó um yfirburðasigur varðandi fjölda kjörmanna að ræða, eins og t.d. þegar Ronald Reagan bauð sig fram í síðara skiptið. Það styrkir enn stöðu Bush á heimavelli að repúblikanar hafa aukið styrk sinn í báðum deildum þingsins, Öldungadeildinni og Fulltrúadeildinni. Þá er það ákveðið áfall fyrir demókrata að leiðtogi þeirra í Öldungadeildinni, Tom Daschle frá Suður-Dakota, tapaði sæti sínu eftir margra ára setu þar og áður í Fulltrúadeildinni. Þótt sigur Bush í kosningunum sé afgerandi og hann hafi meirihluta þeirra sem tóku þátt í kosningunum á bak við sig er ekki þar með sagt að hann hafi styrkt stöðu sína á jafn sannfærandi hátt í Evrópu og öðrum heimshlutum. Það er ekki nóg að stjórnvöld í einstökum löndum fagni endurkjöri hans, heldur verður hann líka að vera studdur af almenningi um heim allan ef honum á að farnast vel. Stríðið í Írak situr í mörgum og fólki finnst að það hafi verið dýru verði keypt að steypa Saddam Hussein af stóli. Þá er deila Ísraela og Palestínumanna enn óleyst, en það var einmitt eitt af höfuðmarkmiðum Clintons síðustu dagana í forsetastóli að leiða hana til lykta. Sigur Bush er okkur Íslendingum í hag varðandi tvíhliða samskipti landanna. Bandaríkin hafa löngum verið ein helsta vinaþjóð okkar og verða væntanlega áfram. Bush hefur þegar sett sig vel inn í sameiginleg málefni okkar, og fyrirhugaður fundur Davíðs Oddssonar og Colins Powell í Washington síðar í mánuðinum bendir til þess að lausn sé í sjónmáli varðandi varnarmálin.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun