Heltekinn af hamfaraflóðum 3. nóvember 2004 00:01 Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira