Þrjár systur í verslunarrekstri 3. nóvember 2004 00:01 "Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
"Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira