Innlent

Markaðshlutdeild Skeljungs jókst

Sú mynd sem Samkeppnisstofnun dregur fram í skýrslu sinni um samfellt ólögmætt samráð olíufélaganna í fjölda ára gengur ekki upp, að sögn Gests Jónssonar, lögmanns Skeljungs. "Hvernig í ósköpunum stendur þá á því að markaðshlutdeild félaganna á þessu tímabili sem um er að ræða breytist. Skeljungur hafði 28 prósenta markaðshlutdeild þegar þetta byrjaði og var með 40 prósent þegar þessu lauk. Olíufélagið tapaði einhverri samsvarandi markaðshlutdeild. Dettur einhverjum það í hug að menn hafi ákveðið það með samráði að annað félagið tapaði stöðugt á markaðnum en hitt ynni. Ég er ekki að segja að menn hafi ekki brotið reglur, en að gefa þá mynd að þetta sé einhver samfelld ólögmæt starfsemi í þessum félögum - það held ég að sé alrangt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×