Erlent

Frambjóðendur á ferð og flugi

Ferðalög bandarísku forsetaframbjóðendanna náðu hámarki í gær þegar þeir voru á ferð og flugi á síðasta degi sínum í formlegri kosningabaráttu fyrir kosningarnar í dag. George W. Bush var að í nítján klukkutíma í gær til að sannfæra kjósendur um að greiða sér atkvæði í dag. Hann ferðaðist á milli sex ríkja og kom við á sjö stöðum, bryðjandi hálsbrjóstsykur þess á milli til að missa ekki röddina. Kerry var einnig að frá morgni til kvölds og stoppaði á sex stöðum fjórum ríkjum, hann var farinn að hósta á kosningafundum sem þeir sem hafa fylgst með honum lengi segja að hafi í gegnum tíðina verið til marks um að hann sé að missa röddina. Báðir komu frambjóðendurnir við í Flórída og Ohio, tveimur af þremur mikilvægustu ríkjunum sem er enn barist um. Bush hefur haft örlítið forskot í flestum könnunum í ríkjunum en ekki nógu mikið til að hægt sé að treysta á það. Kerry hefur haft örlítið betur í könnunum í þriðja stóra ríkinu, Pennsylvaníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×