Herragarður í Mosfellsdal 1. nóvember 2004 00:01 Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur Hús og heimili Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur
Hús og heimili Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira