Gæti vart verið jafnara 31. október 2004 00:01 Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279 Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira