2,6 milljarða sekt fyrir samráð 29. október 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira