2,6 milljarða sekt fyrir samráð 29. október 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira