2,6 milljarða sekt fyrir samráð 29. október 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira