EES, Barrosso og Buttiglione 29. október 2004 00:01 Ísland og valdabarátta í ESB - Birgir Guðmundsson Þessa dagana er sérstök ástæða fyrir Íslendinga til að fylgjast með Evrópu og því sem þar er að gerast. Í dag stendur til að leiðtogar Evrópusambandsríkja komi saman í Róm og skrifi undir nýja stjórnarskrá fyrir sambandið, eins konar nýjan Rómarsáttmála. Samhliða fer í gang langt og erfitt ferli staðfestingar á stjórnarskránni, ýmist í þjóðþingum eða þjóðaratkvæðagreiðslum. Hins vegar tala menn nú um að atburðir miðvikudagsins kunni að yfirskyggja undirskriftirnar í dag, en þá frestaði Jose Manuel Barosso, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, því að bera upp tillögu um nýja framkvæmdastjórn vegna andstöðu þingsins við tiltekinn eða tiltekna framkvæmdastjóra. Eins konar stjórnarkreppa er því komin upp í ESB, þar sem ljóst er að ekki verður hægt að láta nýja framkvæmdastjórn taka við um mánaðamótin eins og til stóð. Romano Prodi og hans menn munu því sitja áfram þar til málið leysist. Fyrstu viðbrögð margra hafa verið þau að túlka þetta sem veikleika ESB. Það sé ekki von á góðu þegar ekki náist einu sinni að koma saman framkvæmdastjórn skammlaust. Evrópusambandið sé einfaldlega að vaxa sjálfu sér yfir höfuð. Slíkar hrakspár eru þó varasamar, fráleitt að þessi stjórnarkreppa nú geri Evrópusambandið veikara og fjarlægara okkur Íslendingum og dragi með einhverjum hætti úr nauðsyn þess að við ræðum og íhugum stöðu okkar og samskipti við það. Ekki skal lítið gert úr því að hér er á ferðinni raunverulegt vandamál. En þetta er fyrst og fremst pólitískt vandamál og pólitískt úrlausnarefni þar sem hinn margfrægi lýðræðishalli er tekinn til kostanna. Lýðræðishallinn, eða skorturinn á lýðræði, í þessu fjölþjóðlega bákni hefur lengi verið áhyggjuefni innan sambandsins og umbætur síðustu árauga, sem m.a. birtast í hinni nýju stjórnarskrá, hafa ekki síst miðað að því að auka veg lýðræðislega kjörinna stofnana í ESB - fyrst og fremst Evrópuþingsins en einnig ráðherraráðsins. Framkvæmdastjórnin, sem er embættismannastofnun, er hins vegar heldur að missa völd. Einmitt þetta magnar enn frekar upp þau vandamál, sem við Íslendingar höfum skilgreint vegna EES-samningsins! Okkar vandi er að samningurinn er gerður við framkvæmdastjórnina. Aðgengi að ákvarðanatöku um lög og reglugerðir sem um okkur eiga að gilda miðast við úrelt hlutverk framkvæmdastjórnarinnar og minnkandi pólitískt vægi hennar í ákvarðanatökuferlinu í ESB. Sá gjörningur sem nú hefur orðið - að þingið setur framkvæmdastjórninni stólinn fyrir dyrnar - er stórt stökk áfram á þessari sömu braut. Pólitísk vatnaskil urðu í þessu á sínum tíma þegar þingið knúði fram afsögn framkvæmdastjórnar Santers fyrir fimm árum. Öruggt má telja að sama verði uppi á teningnum nú og í leiðinni aukist enn á vanda EES. Í vefmiðli BBC var í vikunni ítarleg umfjöllun um þessi mál og m.a. dregin fram sjónarhóll þingmanna á Evrópuþinginu. Hver svo sem afstaða þeirra annars var þá er greinilegt að þeir eru allir sannfærðir um að þetta andóf hafi styrkt mjög stöðu þingsins í hinu lýðræðislega ákvörðunartökuferli ESB. Verði það niðurstaðan úr þessu, að þetta andóf þingsins muni almennt skynjað sem styrkleikamerki þingsins, er viðbúið að slíkt geti slegið eitthvað á óttann við miðstýringu og áhrifaleysi, sem hefur verið áberandi undirtónn í gagnrýninni á stjórnarskrána sem nú þarf að fara til þjóðríkjanna til staðfestingar. Því er alveg eins líklegt að þótt stjórnarkreppan nú kunni að skyggja á undirskriftina í Róm í dag geti hún í einhverjum tilfellum a.m.k. greitt fyrir framgangi stjórnarskrárinnar í staðfestingarferlinu. En um leið og Íslendingar fylgjast með því á hliðarlínunni hvernig valdahlutföllin í Evrópusambandinu halda áfram að breytast EES í óhag, er e.t.v. tilefni fyrir alþingismenn að skoða sérstaklega hversu hátíðlega Evrópuþingmenn líta á eftirlitshlutverk sitt gagnvart framkvæmdavaldinu. Hinu verður þó raunar ekki neitað, að yfirlýst tilefni til pólitískra aðgerða og eftirlits gagnvart framkvæmdastjórninni - hinn forneskjulegi Ítali, Rocco Buttiglione - jaðrar við að geta flokkast undir pólitískan rétttrúnað. Þrátt fyrir allt er embætti framkvæmdastjóra dómsmála ekki nema að hluta til pólitískt embætti. Menn eru einfaldlega komnir út á hálan ís, þegar embættismannaráðningar, jafnvel í háum embættum, eru farnar að ráðast af lífs- og trúarskoðunum, jafnvel ógeðfelldum lífs- og trúarskoðunum. Það hins vegar er efni í sjálfstæða umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Ísland og valdabarátta í ESB - Birgir Guðmundsson Þessa dagana er sérstök ástæða fyrir Íslendinga til að fylgjast með Evrópu og því sem þar er að gerast. Í dag stendur til að leiðtogar Evrópusambandsríkja komi saman í Róm og skrifi undir nýja stjórnarskrá fyrir sambandið, eins konar nýjan Rómarsáttmála. Samhliða fer í gang langt og erfitt ferli staðfestingar á stjórnarskránni, ýmist í þjóðþingum eða þjóðaratkvæðagreiðslum. Hins vegar tala menn nú um að atburðir miðvikudagsins kunni að yfirskyggja undirskriftirnar í dag, en þá frestaði Jose Manuel Barosso, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, því að bera upp tillögu um nýja framkvæmdastjórn vegna andstöðu þingsins við tiltekinn eða tiltekna framkvæmdastjóra. Eins konar stjórnarkreppa er því komin upp í ESB, þar sem ljóst er að ekki verður hægt að láta nýja framkvæmdastjórn taka við um mánaðamótin eins og til stóð. Romano Prodi og hans menn munu því sitja áfram þar til málið leysist. Fyrstu viðbrögð margra hafa verið þau að túlka þetta sem veikleika ESB. Það sé ekki von á góðu þegar ekki náist einu sinni að koma saman framkvæmdastjórn skammlaust. Evrópusambandið sé einfaldlega að vaxa sjálfu sér yfir höfuð. Slíkar hrakspár eru þó varasamar, fráleitt að þessi stjórnarkreppa nú geri Evrópusambandið veikara og fjarlægara okkur Íslendingum og dragi með einhverjum hætti úr nauðsyn þess að við ræðum og íhugum stöðu okkar og samskipti við það. Ekki skal lítið gert úr því að hér er á ferðinni raunverulegt vandamál. En þetta er fyrst og fremst pólitískt vandamál og pólitískt úrlausnarefni þar sem hinn margfrægi lýðræðishalli er tekinn til kostanna. Lýðræðishallinn, eða skorturinn á lýðræði, í þessu fjölþjóðlega bákni hefur lengi verið áhyggjuefni innan sambandsins og umbætur síðustu árauga, sem m.a. birtast í hinni nýju stjórnarskrá, hafa ekki síst miðað að því að auka veg lýðræðislega kjörinna stofnana í ESB - fyrst og fremst Evrópuþingsins en einnig ráðherraráðsins. Framkvæmdastjórnin, sem er embættismannastofnun, er hins vegar heldur að missa völd. Einmitt þetta magnar enn frekar upp þau vandamál, sem við Íslendingar höfum skilgreint vegna EES-samningsins! Okkar vandi er að samningurinn er gerður við framkvæmdastjórnina. Aðgengi að ákvarðanatöku um lög og reglugerðir sem um okkur eiga að gilda miðast við úrelt hlutverk framkvæmdastjórnarinnar og minnkandi pólitískt vægi hennar í ákvarðanatökuferlinu í ESB. Sá gjörningur sem nú hefur orðið - að þingið setur framkvæmdastjórninni stólinn fyrir dyrnar - er stórt stökk áfram á þessari sömu braut. Pólitísk vatnaskil urðu í þessu á sínum tíma þegar þingið knúði fram afsögn framkvæmdastjórnar Santers fyrir fimm árum. Öruggt má telja að sama verði uppi á teningnum nú og í leiðinni aukist enn á vanda EES. Í vefmiðli BBC var í vikunni ítarleg umfjöllun um þessi mál og m.a. dregin fram sjónarhóll þingmanna á Evrópuþinginu. Hver svo sem afstaða þeirra annars var þá er greinilegt að þeir eru allir sannfærðir um að þetta andóf hafi styrkt mjög stöðu þingsins í hinu lýðræðislega ákvörðunartökuferli ESB. Verði það niðurstaðan úr þessu, að þetta andóf þingsins muni almennt skynjað sem styrkleikamerki þingsins, er viðbúið að slíkt geti slegið eitthvað á óttann við miðstýringu og áhrifaleysi, sem hefur verið áberandi undirtónn í gagnrýninni á stjórnarskrána sem nú þarf að fara til þjóðríkjanna til staðfestingar. Því er alveg eins líklegt að þótt stjórnarkreppan nú kunni að skyggja á undirskriftina í Róm í dag geti hún í einhverjum tilfellum a.m.k. greitt fyrir framgangi stjórnarskrárinnar í staðfestingarferlinu. En um leið og Íslendingar fylgjast með því á hliðarlínunni hvernig valdahlutföllin í Evrópusambandinu halda áfram að breytast EES í óhag, er e.t.v. tilefni fyrir alþingismenn að skoða sérstaklega hversu hátíðlega Evrópuþingmenn líta á eftirlitshlutverk sitt gagnvart framkvæmdavaldinu. Hinu verður þó raunar ekki neitað, að yfirlýst tilefni til pólitískra aðgerða og eftirlits gagnvart framkvæmdastjórninni - hinn forneskjulegi Ítali, Rocco Buttiglione - jaðrar við að geta flokkast undir pólitískan rétttrúnað. Þrátt fyrir allt er embætti framkvæmdastjóra dómsmála ekki nema að hluta til pólitískt embætti. Menn eru einfaldlega komnir út á hálan ís, þegar embættismannaráðningar, jafnvel í háum embættum, eru farnar að ráðast af lífs- og trúarskoðunum, jafnvel ógeðfelldum lífs- og trúarskoðunum. Það hins vegar er efni í sjálfstæða umræðu.